Valdís Þóra Jónsdóttir
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á  LET móti á Evrópumótaröðinni í golfi sem fram í Andalúsíu og heitir Costa del Sol Open. Valdís lék vel á öðrum hringnum eða 7ö höggum -2 en hún lék ekki vel á fyrsta hringnum eða 78 höggum +6. Hún er því á +4 samtals en niðurskurðurinn miðast við +1 eins og staðan var þegar þetta var skrifað.

Nánar um mótið: 

Mótið er það fimmta hjá Valdísi á sterkustu mótaröð Evrópu á þessu tímabili. Hún er í 91. sæti peningalistans. Valdís hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur af alls fjórum mótum ársins og besti árangur hennar er 22. sæti.

Til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni þurfa keppendur að vera í einu af 80 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Og það gæti dugað að vera í næstu sætunum þar fyrir neðan ef það eru kylfingar á topp 80 sem ná ekki að uppfylla kröfuna um lágmarksfjölda móta á tímabilinu.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ