GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Andrea Bergsdóttir og Ragga Kristinsdóttir voru allar á meðal keppenda á Rose Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu.

Leikið var á Hanbury Manor Marriot Hotel & Country Club svæðinu sem er staðsett rétt norðan við London.

Allar enduðu þær á meðal efstu 25 kylfinga mótsins eftir góða spilamennsku yfir helgina.

Andrea Bergsdóttir endaði jöfn í sjötta sæti á þremur höggum undir pari. Hún lék fyrstu tvo hringi sína á 70 höggum og þann síðasta á 73. Með árangrinum tekur Andrea mikilvægt stökk á stigalista mótaraðarinnar, úr 16. sæti í það 13. Hún hefur verið í baráttunni í mörgum mótum og stefnir á stökk upp stigalistann á lokasprettinum. Efstu sjö kylfingar listans í lok tímabils fá fullan þátttökurétt á LET mótaröðinni, svo til mikils er að vinna.

Fyrsti hringur Andreu
Annar hringur Andreu
Þriðji hringur Andreu

Ragga Kristinsdóttir endaði jöfn í þrettánda sæti, höggi á eftir Andreu. Hún lék hringi sína á 71-70-73 og hefur komið sér vel fyrir á stigalistanum. Ragga heldur sér í 6. sæti listans, en hún vann Vasteras Open mótið í Svíþjóð fyrr í sumar, og varð með því fyrsti íslenski kylfingurinn til að vinna mót á mótaröðinni. Hún varð einnig önnur í Swedish Strokeplay Championship og er í góðum málum fyrir síðustu mót tímabilsins.

Fyrsti hringur Röggu
Annar hringur Röggu
Þriðji hringur Röggu

Ríkjandi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá endaði jöfn í 24. sætinu á pari. Þetta var fyrsta mót Guðrúnar á mótaröðinni í sumar, en hún hefur leikið í átta mótum á LET mótaröðinni hingað til.

Fyrsti hringur Guðrúnar
Annar hringur Guðrúnar
Þriðji hringur Guðrúnar

Næsta mót, Hauts de France Pas de Calais Golf Open, verður haldið í Frakklandi dagana 11.-13. september og verða Ragga og Andrea báðar á meðal keppenda.

Hér má sjá úrslit mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ