Site icon Golfsamband Íslands

GOB og GKj sameinast

Hlíðavöllur í Mosfellsbæ.

Stjórnir Golfklúbbsins Kjalar og Golfkúbbs Bakkakots hafa náð samkomulagi um að leggja fram tillögu um sameiningu klúbbanna undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbbarnir munu núna í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember.

Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári.

Fyrir hönd stjórnar GKJ,

Guðjón Karl Þórisson, formaður

 

Fyrir hönd stjórnar GOB,

Gunnar Ingi Björnsson, formaður

Exit mobile version