/

Deildu:

Auglýsing

GKG heldur opið unglingamót á Leirdalsvelli 20. maí. Um er að ræða tveggja manna liðakeppni þar sem leikið verður eftir betri bolta fyrirkomulagi. Mótið er fyrir 18 ára og yngri og hentar vel til undirbúnings fyrir tímabilið sem er framundan.

Keppnisfyrirkomulag er eins og áður segir betri bolti, sem er þannig að tveir eru saman í liði, en leika sínum bolta eins og venjulega. Betra skor leikmanns á hverri holu, með forgjöf, telur fyrir liðið.

Keppt verður í fjórum flokkum, 15-18 ára kk og kvk, og 14 ára og yngri kk og kvk. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig verða nándarverðlaun og dregið úr skorkortum.

Mótið hefst með shotgun fyrirkomulagi kl. 9:00, en mæting allra keppenda er kl. 8:00 þar sem boðið verður upp á hafragraut og ávexti og farið yfir keppnisfyrirkomulag.

Að leik loknum verður pylsupartí og verðlaunaafhending.

Mótsgjald er kr. 2.000 og er skráning á golf.is

 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ