/

Deildu:

Auglýsing

Keppni er lokið á Opna hollenska áhugamannamótinu þar sem að fimm íslenskir kylfingar tóku þátt. Að miklu var að keppa því sigurvegarinn Lars van Meijel fékk keppnisrétt á KLM mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Þrír af íslensku keppendunum voru með í toppbaráttunni frá upphafi en Gísli Sveinbergsson úr Keili endaði í þriðja sæti en hann lék hringina fjóra á -3 samtals og var hann sex högg á eftir sigurvegaranum.

Michael Kraaij varð annar á -6. Gísli lék hringina fjóra á (71-71-71-72). Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarnes varð níundi á +2 samtals (70-69-77-74). Ragnar Már Garðarsson úr GKG var þriðji fyrir lokahringinn en hann lék illa þegar mest á reyndi eða 84 höggum. Ragnar Már endaði í 20. sæti á +7 samtals (69-69-73-84).

Ísak Jasonarson úr GK var einnig á meðal keppenda en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu líkt og Ásta Birna Magnúsdóttir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ