/

Deildu:

Gísli Sveinbergsson.
Auglýsing

Gísli Svein­bergs­son, úr Keili, er í 4. – 6. sæti fyr­ir loka­dag­inn á Orange Bowl Champ­i­ons­hip, sterku áhuga­manna­móti í golfi fyr­ir 18 ára og yngri. Gísli lék þriðja hring­inn á Miami í dag á 72 högg­um sem er högg yfir pari vall­ar.

Gísli lék frá­bær­lega í gær á 67 högg­um en var á 73 fyrsta dag­inn. Hann er sam­tals á höggi und­ir pari og ein­ung­is tveim­ur högg­um á eft­ir efstu mönn­um.

Gísli fékk þátt­töku­rétt í mót­inu eft­ir að hafa unnið Duke of York á Bret­lands­eyj­um í sum­ar.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ