Gísli Sveinbergsson slær hér á 10. teig á Hvaleyrarvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Gísli Sveinbergsson úr Keili endaði í 34. sæti á St Andrews Links Trophy í Skotlandi. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót veraldar og á meðal þeirra sem hafa sigrað á þessu móti eru Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose og Rory McIlroy.

Þrír íslenskir keppendur eru á þessu móti. Keppt var á nýja vellinum á St. Andrews en einnig er keppt á hinum enda sanna St. Andrews velli þar sem Opna breska meistaramótið fer reglulega fram.

Gísli lék hringina fjóra á 69-73-70-78 eða +3 samtals. John Murphy hafði betur gegn Jannik de Bryun í bráðabana um sigurinn en þeir léku báðir á -9 samtals.

Bjarki Pétursson úr GB endaði í 62. sæti á +2 samtals (76-69).

Aron Snær Júlíusson úr GKG endaði í 108. sæti á +6 samtals en hann lék tvo fyrstu hringina á 72 og 77 höggum.

Staðan:

 

 

Aron Snær Júlíusson úr GKG er í 41. sæti á pari vallar eða 72 höggum og Bjarki Pétursson úr GB er í 113. sæti á 76 höggum eða +4.

Aðeins kylfingar með 0 eða lægra í forgjöf komast inn á þetta sterka áhugamannamót.

Mótið er eins og áður segir eitt af sterkustu áhugamannamótum veraldar og aðeins Opna breska áhugamannamótið er hærra metið á heimslistanum (WAGR).

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ