/

Deildu:

Auglýsing

Nú er Liðapúttmóti GA lokið þennan veturinn.  Það mættu sex galvösk lið til keppni og skemmtu sér mjög vel.  Það var mikil spenna fyrir lokaumferðina og laust sæti í undanúrslitum.

Undanúrslitin sem og úrslitin fóru svo fram siðastliðið fimmtudagskvöld og fór það svo að Lið 4, sem var skipað þeim, Tuma Kúld, Stefáni Einar, Aðalstein og Lárusi bar sigur úr býtum og eru þeir því Liðapúttmótsmeistarar þetta árið.  Þeir sigruðu lið 1, sem skipað var þeim Höllu Sif, Þórunni, Árna Ingólfs, Sigga Sam og Eið Stefáns í úrslitaleiknum.

Leikurinn um þriðja sæti var mjög spennandi og réðust úrslitin þar á þriðju holu í bráðabana, þar sem Sigmundur Ófeigs var með taugarnar í lagi og skelltu niður erfiðu pútti og tryggði sínu liði 3. sætið.  Með Sigmundi í liði voru þau Jónasína, Halli Bjarna og Halli Júll.

Þökkum við þeim sem tóku þátt kærlega fyrir skemmtilegt mót.

Það var mikil ánægja meðal þátttakenda og verðum við því með svona mót aftur næstu vetur og vonandi sjáum við fleiri lið mæta þá til leiks.

www.gagolf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ