Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 15 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 23.-25. júní 2021. Alls tóku 15 sveitir þátt frá 11 golfklúbbum. Framkvæmd mótsins tókst vel á flottum Strandarvelli og voru keppendur klúbbum sínum til sóma.
Í drengjaflokki léku Golfklúbbur Akkureyrar (1) og Golfklúbburinn Keilir (Hvaleyrin) til úrslita þar sem að GA hafði betur og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. GKG -1 varð í þriðja sæti eftir að hafa sigrað lið Golfklúbbs Vestmannaeyja í leik um þriðja sætið.
Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit og stöðu.
Smelltu hér fyrir stöðuna í höggleikskeppninni:

Lið Golfklúbbs Akureyrar (1) var þannig skipað:
Veigar Heiðarsson
Skúli Gunnar Ágústsson
Valur Snær Guðmundsson
Ragnar Orri Jónsson
Ólafur Kristinn Sveinsson

Lið Golfklúbbsins Keilis – Hvaleyrin var þannig skipað:
Máni Freyr Vigfússon
Ragnar Kári Kristjánsson
Markús Marelsson
Hjalti Jóhannsson
Oliver Elí Björnsson
Hrafn Valgeirsson

Lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar
var þannig skipað:
Arnar Daði Svavarsson
Guðmundur Snær Elíasson
Gunnar Þór Heimisson
Pálmi Freyr Davíðsson
Styrmir Jónsson
Vilhjálmur Darri Fenger
Í drengjaflokki 15 ára og yngri voru alls 15 sveitir frá 11 golfklúbbum.
Lokastaðan:
| Úrslit | Lið / Klúbbur |
| 1. sæti | GA -1 |
| 2. sæti | GK-Hvaleyrin |
| 3. sæti | GKG-1 |
| 4. sæti | GV |
| 5. sæti | GG |
| 6. sæti | NK-1 |
| 7. sæti | GR-1 |
| 8. sæti | GM-1 |
| 9. sæti | GKG-2 |
| 10. sæti | GK- sveinskot |
| 11. sæti | GS |
| 12. sæti | GSS |
| 13. sæti | GA -2 |
| 14. sæti | NK-2 |
| 15. sæti | GR- Korpa-2 |

