Auglýsing

Á næstu vikum mun Golfsamband Íslands halda nokkra fundi með stjórnendum og starfsmönnum golfklúbba á Íslandi. Á fyrsta fundinum sem fram fer laugardaginn 2. apríl verður stefna golfhreyfingarinnar til umfjöllunnar. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins.

GSI_logo_RGB-HighRes

Stefna golfhreyfingarinnar

Staður: Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, salur E, 3 hæð.
Stund: Laugardaginn 2. apríl, 9:30 – 12:30

Dagskrá:Kl. 9.30 – 10.00:
1. Inngangur og kynning á stefnum Golfsambandsins
Brynjar Eldon Geirsson  / framkvæmdastjóri GSÍ

Kl. 10.10 – 10.40:
2. Hvert er hlutverk klúbba og GSÍ við mótahald?
Mótastjóri Eimskipsmótaraðarinnar

Kl. 10.50 – 11.20:
3. Helstu breytingar á forgjafar- og tölvukerfinu
Arnar Geirsson, kerfisstjóri GSÍ

Kl. 11.30 – 12.00:
4. Opnar umræður og athugasemdir

Kl. 12.00 – 12.30:
5. Hádegisverður

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á meðan á fundinum stendur og í lokin verður boðið upp á hádegisverð.

Vinsamlegast skráið ykkur hér https://goo.gl/forms/zCkOqxWgrK

Athugið: Fundir á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum eru áætlaðir í byrjun maí.

fundarod_GSI_1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ