/

Deildu:

Auglýsing
Íslandsmót unglinga  sem fram fór á Strandarvelli á Hellu var að ljúka rétt í þessu, en strákar í flokki 17-18 og stúlkur í flokki 17-18 ára komu inn núna um níu leytið.
Frábærar aðstæður voru til golfleiks í dag á Hellu, en keppendur hafa fengið alls konar veður frá því móti hófst á föstudag. Fresta þurfti fyrsta hring á föstudag og eftir að leik hafði verið frestað um klukkutíma var ákveðið að fella daginn út, þar sem ekki var útlit fyrir að veðrið skánaði.
Leikur hófst því að nýju á laugardeginum og var veðrið ágætt frameftir degi en síðan fór að rigna og blása aðeins. Enga síður sáust góð skor og var besta skor laugardagsins 65 högg, en það var Fannar Ingi Steingrímsson GHG sem átti það skor. Hann fylgdi því síðan eftir í dag og stóð uppi sem Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára.
Mörg góð tilþrif sáust um helgina og greinilegt að yngri kylfingar okkar eru sífellt að verða sterkari. Þannig var Ingi Rúnar Birgisson GKG í flokki 14 ára og yngri á 3 höggum yfir pari að loknum 36 holum og Kristófer Karl Karlsson GKj og Ingvar Andri Magnússon GR 4 höggum yfir pari og varð Kristófer Karl í 2. sæti að loknum bráðbana.
Önnur úrslit á mótinu voru eftirfarandi:
14 ára og yngri stelpur
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 169 högg
2. Zuzanna Korpak GS 173 högg
3. Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 176 högg
14 ára og yngri strákar
1. Ingi Rúnar Birgisson GKG 143 högg
2. Kristófer Karl Karlsson GKj 144 högg
3. Ingvar Karl Karlsson GR 144 högg
15-16 ára telpur

1. Saga Traustadóttir GR 153 högg
2. Ólöf María Einarsdóttir GHD 158 högg
3. Thelma Sveinsdóttir GK 159 högg
15-16 ára drengir
1. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 136 högg
2. Arnór Snær Guðmundsson GHD 138 högg
3. Kristján Benedikt Sveinsson GA 143 högg
17-18 stúlkur
1. Helga Kristín Einarsdóttir NK 148 högg
2. Ragnhildur Kristindsdóttir GR 151 högg
3. Birta Dís Jónsdóttir GHD 152 högg
17-18 piltar
1. Gísli Sveinbergsson GK 136 högg
2. Tumi Hrafn Kúld GA 141 högg
3. Kristófer Orri Þórðarson 143 hög

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ