/

Deildu:

Íslandsmót golfklúbba 2018 12 ára og yngri.
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri lauk í dag en þetta var annað skiptið sem þetta stórskemmtilega mót er haldið.

Fyrirkomulag mótsins er að hámark sex sveitir eru í deild og því leiknar fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð.

Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA unglingagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og gátu liðin því safnað mest þremur vinningum (flöggum) í hverjum leik.

Alls tóku 9 sveitir þátt og skiptust liðin í tvær deildir eftir forgjöf, þ.e. fimm sveitir í Hvítu deildinni sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gulu deildina.

Mótið heppnaðist mjög vel og var áberandi hvað leikgleðin var mikil hjá krökkunum.

Skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til fyrirmyndar á vellinum.

Leikið var fyrsta daginn hjá GR á Landinu á Korpúlfsstöðum. Annan daginn hjá GK á Sveinskotsvelli og loks lokadaginn hjá GM í Bakkakoti.

Keppnin var gríðarlega spennandi og þurfti að nota fjölda vinninga til að skera úr um úrslit í báðum deildum.

 

Sveit GS.

Úrslit urðu eftirfarandi

Hvíta deildin

GS – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kári Siguringason, Ylfa Vár Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, Viktor Örn Vilmunarson, Snorri Rafn Davíðsson

GKG-1 – Guðmundur Snær Elíasson, Eyþór Sturla Jóhannsson, Gunnar Þór Heimisson, Magnús Ingi Hlynsson, Markús Marelsson, Pálmi Freyr Davíðsson

GR-1 – Tryggvi Jónsson, Hjalti Kristján Hjaltason, Daníel Björn Baldursson, Daníel Smári Arnþórsson, Heimir Krogh Haraldsson, Nói Árnason

Gula deildin

GKG-2 – Elísabet Sunna Scheving, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Arnar Geir Ómarsson, Snorri Hjaltason, Jón Bragi Þórisson

GK-2 – Lára Dís Hjörleifsdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Heiðdís Edda Guðnadóttir, Magnús Víðir Jónsson

GR-2 – Lilja Grétarsdóttir,  Pamela Hjaltadóttir, Þóra Sigríður Sveinsdóttir, Brynja Dís Viðarsdóttir, Gabríella Neema Stefánsdóttir, Kara Sóley Guðmunds.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ