Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér sigur í 2. deild Evrópumóts karlandsliða hjá áhugamönnum en keppt var í Lúxemborg. Ísland sigraði Wales í úrslitaleiknum 4/3. Ísland og Wales voru fyrir úrslitaleikinn örugg með sæti í efstu deild Evrópumótsins á næsta ári en Tékkar fylgja með þeim í efstu deild eftir 5/2 sigur gegn Slóveníu.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig leikirnir fóru hjá Íslendingunum í úrslitaleiknum í dag.
Úrslit úr mótinu má nálgast hér: