Golfsamband Íslands

Frábær lokahringur og Þórður endaði í öðru sæti

Þórður Rafn Gissurarson úr GR náði frábærum árangri á Pro Golf atvinnumótaröðinni á Austerlitz Classic mótinu. Þórður lék lokahringinn á -5 og lék samtals á -11.

Lokastaðan:

Hann endaði í öðru sæti og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum Maximilian Walz frá Þýskalandi. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu og fá stigahæstu kylfingarnir keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í lok tímabilsins.

Þórður Rafn er í 13. sæti á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar en hann hefur leikið á alls 13 mótum á tímabilinu.

 

Exit mobile version