Golfsamband Íslands

Frábær lokahringur hjá Valdísi í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir lék frábært golf á lokahringnum á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni – sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Valdís var í 48. sæti fyrir lokahringinn en hún lék á 68 höggum í dag eða -3 og fór upp í 22. sætið. Valdís lék hringina þrjá á 71-75-68.

Mótið, sem fram fer í Evian í Frakklandi,.er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið sem fram fer í september í Frakklandi. Valdís komst ekki inn á Evian risamótið að þessu sinni.

 

Hægt var að fylgjast með gangi mála hjá Valdísi með því að smella hér:

Valdís er sem kunnugt er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu. Hlé er á keppnishaldinu á LET Evrópumótaröðinni en næsta mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram í Taílandi í byrjun júní.

 

Exit mobile version