Golfsamband Íslands

Frábær hringur hjá Þórði í Marokkó – sex fuglar og 67 högg

Þórður Rafn Gissurarson.

Þórður Rafn Gissurarson lék frábært golf á öðrum keppnisdegi af alls þremur á ProGolf atvinnumótaröðinni í dag. GR-ingurinn lék á -5 í dag eða 67 höggum og er hann samtals á -8 eftir að hafa leikið á 69-67 á fyrstu tveimur hringjunum.

Þórður er sem stendur í öðru sæti en keppni er ekki lokið í dag. Lokahringurinn fer fram á morgun, þriðjudag.

„Þetta var góður dagur. Ég sló vel af teig á þessum hring en ég var ekki að koma boltanum nógu nálægt holunni á fyrri níu. Það gekk betur á síðari níu holunum og þá fóru púttin líka að detta. Heilt yfir var þetta þægilegur hringur og engin vandamál sem komu upp,“ sagði Þórður Rafn við golfi.is.

Staðan:

Screenshot (48)

Exit mobile version