/

Deildu:

Auglýsing

Formannafundur GSÍ 2018 fer fram laugardaginn 24. nóvember. Fundarstaðurinn er í Gjánni, sem er samkomusalur íþróttamiðstöðvarinnar í Grindavík.

Dagskrá fundarins verður send á golfklúbba landsins á næstunni.

Golfsamband Íslands óskar eftir því að forystufólk golfklúbba landsins taki daginn frá.


Það ár sem golfþing er ekki haldið skal stjórn GSÍ boða til formannafundar allra þeirra golfklúbba sem mynda Golfsambandið. Til fundarins skal boða með sama hætti og til golfþings. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Á dagskrá formannafundar skal vera:
1. Skýrsla stjórnar GSÍ
2. Samþykkt reikninga GSÍ
3. Fjárhagsáætlun næsta starfstímabils
4. Önnur mál.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ