/

Deildu:

Auglýsing
– Forkeppni fyrir þá kylfinga sem hafa áhuga á keppa á meðal þeirra bestu

Forkeppni fyrir Símamótið á Eimskipsmótaröðinni 2016 fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar mánudaginn 30.maí á Hlíðavelli. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sér um framkvæmd keppninnar en GM átti frumkvæðið hugmyndinni.

Forkeppnin er hugsuð fyrir þá kylfinga sem ná ekki þeim forgjafarviðmiðum sem eru skilyrði fyrir þátttöku á Eimskipsmótaröðinni en hafa áhuga að keppa á meðal þeirra bestu.

  • Keppnisrétt hafa karlar með 5.6 – 10.4 í forgjöf og konur með 8.6 – 13.4 í forgjöf.
  • Fjórir efstu kylfingarnir í karlaflokki og tveir efstu í kvennaflokki vinna sér inn þátttökurétt á Símamótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni.
  • Verði kylfingar jafnir í lokasæti sem gefur þátttökurétt á Símamótinu þá telur betra skor á brautum 16 – 18, ennþá jafnt betra skor 12 – 15 og svo lengra til baka ef þarf en alltaf þrjár brautir saman. Ef jafnt á öllum brautum þá skal varpa hlutkesti.
  • Lágmarksþátttaka karla til þess að forkeppnin verði leikin er 10 keppendur og 6 hjá konum.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 36 keppendur í karlaflokki og 18 keppendur í kvennaflokki. Verði skráning meiri en hámarksfjöldi ganga kylfingar fyrir með lægri forgjöf. Karlar leika á hvítum teigum og konur á bláum.

Athugið að þeir kylfingar sem vinna sér inn keppnisrétt á Símamótinu greiða þátttökugjald eins og aðrir keppendur á mótinu eða 7.500 kr.

Þátttökugjald í forkeppninni er 3.000 kr.

Leikfyrirkomulag:

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 18 holur leiknar.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða frá klukkan 16:30 – 18:00 mánudaginn 30.maí

Rástímar verða birtir á golf.is sunnudaginn 29.maí fyrir klukkan 18:00.

Skráningu lýkur laugardagskvöldið 28.maí klukkan 23:00

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ