Auglýsing

Frábærar aðstæður voru til golfleiks á Hlíðavelli í dag og höfðu sumir á orði að það væri ágætt að fá smá hafgolu til að hitinn væri ekki of mikill. Elsti flokkurinn 17-18 ára piltar og stúlkur hófu leik í gær, föstudag og leika þeir flokkar 54 holur, en 15-16 ára og 14 ára og yngri leika 36 holur.

Að loknum tveimur hringjum er Aron Snær Júlíusson GKG efstur í piltaflokki á 142 höggum en í flokki stúlkna 17-18 ára er Birta Dís Jónsdóttir GHD efst á 163 höggum.

Aðrir flokkar hafa ekki lokið leik og er reiknað með að síðustu kylfingarnir komi inn um áttaleytið og er hægt að sjá skor keppenda á golf.is, um leið og þeir hafa lokið leik.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ