Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á háskólamóti sem fram fór á Oakbourne vellinum í Lafayette í Louisiana í Bandaríkjunum. Mótið fór fram á heimavelli University of Louisiana – Lafayette en Haraldur Franklín Magnús og Ragnar Már Garðarsson eru í því liði. Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson kepptu fyrir Kent State háskólaliðið á þessu móti.
Haraldur Franklín endaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni en par vallar er 72 högg. Bjarki Pétursson endaði í 19. sæti.
17. sæti: Haraldur Franklín +2 (72-72-74) 218 högg.
19. sæti: Bjarki Pétursson +3 (71-76-72) 219 högg.
39. sæti: Ragnar Már Garðarsson +7 (79-68-76) 223 högg.
44. sæti: Gísli Sveinbergsson +8 (75-68-81) 224 högg.
University of Illinois sigraði í liðakeppninni en UL-Lafayette endaði í 8. sæti og Kent State í 6. sæti.