Fjórir íslenskir kylfingar eru þessa stundina að keppa á Nordic Golf League atvinnumótaröðinni sem fram fer á Spáni.
Kylfingarnir eru Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG). Mótið sem fram fer núna er það þriðja í röðinni af alls fjórum í þessari keppnistörn.
Mótin á Spáni eru hluti af GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).
Aron Snær Júlíusson lék vel á fyrsta hringnum eða 68 höggum og er í toppbaráttunni.