Auglýsing

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á fyrsta mótinu af alls fjórum mótum á Nordic Golf League atvinnumótaröðinni sem fram fara á næstu vikum á Spáni.

Kylfingarnir eru Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG). Framundan eru þrjú mót hjá þeim á þessari mótaröð.

Mótin á Spáni eru hluti af GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).

Fyrsta mótinu er lokið en það fór fram dagana 18.-20. febrúar á Empordá golfsvæðinu en keppt er á tveimur völlum samtímis, Links Course sem er par 71 og Forest Course sem er par 72.

Annað mót tímabilsins fer fram á sama golfsvæði og er hægt er að fylgjast með gangi mála hér.

Þriðja og fjórða mótið fara fram dagana 25. febrúar – 1. mars á PGA Catalunya golfsvæðinu.

Íslensku keppendurnir náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi á fyrsta mótinu. Skor þeirra var eftirfarandi.

Sigurður Arnar Garðarssoon 149 högg (+6) (73-76)
Aron Snær Júlíusson 149 högg (+6) (76-73)
Ragnar Már Garðarsson 151 högg (+8) (79-72)
Axel Bóasson 152 högg (+9) (77-75)

Lokastaðan er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ