Auglýsing

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar verða á meðal keppenda á Euram Bank Open sem fram fer á
GC Adamstal, Ramsau, í Austurríki. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, ChallengeTour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Kylfingarnir eru Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson. Haraldur, Guðmundur og Andri eru í GR en Bjarki er í GKG.

Nánar um mótið hér:

Haraldur Franklín Magnús er að leika á sínu 9. móti á þessu tímabili. Hann er í sæti nr. 79 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Franklín náði sínum besta árangri á móti í Frakklandi sem lauk þann 27. júní s.l. en þar endaði hann í 8. sæti á 8 höggum undir pari vallar samtals. Nánar hér:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu 7. móti á þessu tímabili. Hann er í sæti nr. 91 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Guðmundur Ágúst endaði í sæti nr. 12 á móti sem fram fór á Írlandi í lok maí og er það besti árangur hans á tímabilinu. Nánar hér:

Bjarki Pétursson, GKG, er að leika á sínu fyrsta móti á þessu tímabili. Hann er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni út þetta tímabil og einnig það næsta þar sem að ekki verður haldið úrtökumót í haust. Íslandsmeistarinn í golfi 2020 keppir á sínu fyrsta móti á ferlinum á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Hann verður einnig á meðal keppenda á móti sem fram fer á Ítalíu að loknu mótinu í Austurríki. Nánar hér:

Andri Þór Björnsson, GR, er að leika á sínu þriðja móti á þessu tímabili. Hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum þar sem hann komst inn. Andri Þór er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni út þetta tímabil og einnig á því næsta – þar sem að úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina mun ekki fara fram í haust. Nánar er hér:

Andri Þór Björnsson Myndsethgolfis
Bjarki Pétursson Myndsethgolfis
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Myndsethgolfis
Haraldur Franklín Magnús Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ