Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir og Ingi Rúnar Gíslason.
Auglýsing

Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur tók þátt á Evrópumóti klúbba sem fram fór í Ungverjalandi og lauk í dag. Leikið var á Old Lake vellinum og náði GR fjórða sætinu af alls 14 þjóðum sem tóku þátt.

Racing Club frá Frakklandi var með mikla yfirburði í þessari keppni en samtals lék sveitin á -5 á þremur keppnisdögum. GR endaði á +18 höggum yfir pari en tvö bestu skorin í hverri umferð töldu.

Ragnhildur Kristinsdóttir endaði í sjöunda sæti í einstaklingskeppninni en hún lék á +10 samtals, (79-70-71) eða 220 högg.

Berglind Björnsdóttir lék á +15 en hún endaði í 15. sæti á 225 höggum, (76-72-77).

Saga Traustadóttir endaði í 15. sæti á +19 en hún lék sérstaklega vel á öðrum keppnisdeginum þar sem hún lék á -5 eða 65 höggum. Skorið hjá Sögu var 229 högg (82-65-82).

Mathilde Claisse og Ines Lescuider voru einu kylfingarnir sem náðu að leika undir pari á þessu móti. Þær fóru fyrir franska liðinu sem stóð uppi sem sigurvegari. Sú fyrrnefnda lék á -3 samtals og Lescuider lék á -2 samtals.

GR sigraði í sveitakeppni kvenna í 1. deild sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru og þar með fékk GR keppnisrétt á þessu móti sem var skipulagt af Golfsambandi Evrópu og Golfsambandi Ungverjalands.

Eins og áður segir tóku 14 þjóðir þátt frá eftirfarandi löndum: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Lúxemborg, Hollandi, Portúgal, Slóvakíu, Spáni, Úkraínu og Wales.

Lokastaðan hjá efstu klúbbunum:

1. Racing Club de France (144-136-135) 415 högg -5.
2. Golf & Landclub Berlin-Wannsee (142-147-144) 433 högg +13.
3. Clube de Golf de Miramar (144-144-148) 436 högg +16

Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir og Ingi Rúnar Gíslason.
Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir og Ingi Rúnar Gíslason.

4. Golfklúbbur Reykjavíkur (155-135-148) 438 högg +18

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ