Auglýsing

PGA golfkennaraskólanum var slitið í dag með formlegri athöfn í íþrótttamiðstöð GKG.  Alls voru 18 golfkennaranemar útskrifaðir sem fullgildir PGA kennarar. Þetta er í fimmta sinn sem PGA á Íslandi útskrifar PGA golfkennara á Íslandi en félagið hefur alfarið séð um menntun golfkennara á Íslandi frá árinu 2006. 

Þetta er í fyrsta sinn PGA kennarar ljúka námi hér á landi þar sem stuðst er við European Education Level System (EELS). Gríðarleg aukning hefur verið í golfíþróttinni á Íslandi og margföld aukning hefur verið í þátttöku almennings á undanförnum 15 árum. Þörfin fyrir PGA kennara er mikil. Með 18 nýjum PGA golfkennurum hefur PGA á Íslandi útskrifað alls 60 fullgilda PGA golfkennara frá árinu 2006. 

Arnar Már Ólafsson, Sigurpáll Geir Sveinsson og Hulda Birna Baldursdóttir hafa borið hitann og þungann í stjórnun PGA golfkennaraskólans á undanförnum misserum. Arnar Már segir að næsta haust verðið boðið upp á PGA golfkennaranám þegar skólinn fer af stað að nýju. 

„Þörfin fyrir góða lærða golfkennara er mikil og mun ekkert að minnka á næstu misserum. Flestir af þeim sem nú útskrifast eru þegar í verkefnum og í raun er vöntun á lærðum kennurum,“ segir Arnar Már og bætir því við að útskriftarhópurinn hafi staðið sig gríðarlega vel við krefjandi aðstæður í heimsfaraldri. 

„Hópurinn var ákveðinn í því að láta þetta ganga upp. Og þau sýndu að þegar allir vinna að sama markmiðinu þá eru vandamál ekkert nema áskorun um að leysa hlutina.  Þau geta verið stolt af því sem þau hafa gert og prófdómararnir okkar þeir Magnús Birgisson og Snorri Páll Ólafsson voru sammála um að þessi hópur hefur fengið bestu þjálfunina í kennslu af öllum sem við höfum útskrifað,” segir Arnar Már.   

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ