/

Deildu:

Auglýsing

Kylfingar sem skipa afreks- og framtíðarhóp Golfsambands Íslands voru í æfingabúðum um s.l. helgi. Dagskráin var fjölbreytt þar sem ýmsir þættir golfleiksins voru æfðir. Fyrri hlutinn í æfingabúðunum var settur saman af TRX líkamsæfingu en það er æfingakerfi þar sem einstaklingar vinna með eigin líkamsþyngd til þess að hámarka árangur og styrkja vöðva.

Síðdegis á laugardeginum var fyrirlestur þar sem Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur, fór yfir ýmis atriði sem tengjast hugarþjálfun. Kylfingarnir fengu síðan verkefni til úrlausnar. Fjölmenni var á fundinum hjá Jóhanni Inga en foreldrum þeirra sem skipa afreks – og framtíðarhóp GSÍ var einnig boðið að hlýða á fyrirlesturinn

Á sunnudeginum voru golfæfingar í Hraunkoti í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þar var æft í inniaðstöðunni og einnig slegið utandyra. Á æfingunni voru ýmsar mælingar framkvæmdar af landsliðsþjálfaranum Úlfari Jónssyni og unnið verður með niðurstöðurnar úr þeim mælingum á komandi vikum.

RÚV var með frétt um æfingabúðirnar í íþróttafréttatímanum á sunnudagskvöld og má nálgast innslagið með því að smella hér:

Nánari upplýsingar um TRX-æfingarnar má nálgast á elin.is.

IMG_9757

IMG_9764IMG_9677IMG_9530

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ