/

Deildu:

Ómar Friðriksson og Óskar Pálsson formaður GHR.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu GR: 

Þá er komið að því að tilkynna fimmta vinavöll GR fyrir komandi sumar, Strandarvöllur hjá Golfklúbbi Hellu. Samstarf þessara klúbba hófst upphaflega sumarið 2002 og hefur það samstarf haldið allar götur síðan. Samstarfið hefur gengið vel og eru félagsmenn GR duglegir að heimsækja Strandarvöll á Hellu allt árið um kring. Þess má geta að heimsóknir félagsmanna GR voru kringum 1200 hringir á síðasta ári. Hjá Golfklúbbi Hellu er allt að finna sem góðum golfklúbbi sæmir, glæsilegt klúbbhús sem býður upp á fyrsta flokks veitingar, æfingasvæði og púttflöt.

Sömu reglur gilda á Strandarvelli eins og öðrum vinavöllum GR sumarið 2016. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 1600 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika á Strandarvöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Með þessari frétt hefur Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnt fimm vinavelli fyrir komandi sumar en þeir eru Hústóftarvöllur Grindavík, Garðavöllur Akranesi, Hamarsvöllur í Borgarnesi, Svarfhólsvöllur á Selfoss og nú Strandarvöllur á Hellu . Sjötti vinavöllur GR verður tilkynntur í næstu viku.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ