/

Deildu:

Fannar Ingi Steingrímsson.
Auglýsing

Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG lék best íslensku keppendana sem tóku þátt á Jamega atvinnumótaröðinni í Portúgal. Alls voru sex íslenskir kylfingar á meðal keppenda og lék Fannar Ingi á -5 á lokahringnum eða 68 höggum og var hann samtals á -1 á 36 holum. Hann endaði í 10. sæti á mótinu og var á sama skori og Scott Drummond sem hefur m.a. sigrað á Evrópumótaröðinni.

Lokastaðan:

Ricardo Melo Gouveia frá Portúgal sigraði með yfirburðum á þessu móti á -11 samtals.

Axel Bóasson var efstur eftir fyrri hringinn á mótinu en hann lék á 78 eða +5 á síðari hringnum og var samtals á +1 (68-78). Bjarki Pétursson úr GB var á -1 í dag (76-72) og +2 samtals. Gísli Sveinbergsson úr Keili var á +3 samtals (77-72), Kristján Þór Einarsson úr GM var á +4 samtals (78-72) og Stefán Þór Bogason úr GR var á +20 samtals (84-82).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ