Fannar Ingi Steingrímsson undirritaði nýverið samning við Troy University í Alabama í Bandaríkjunum. Fannar Ingi sem er átján ára stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og heldur utnan næsta haust til náms í Troy University og mun æfa og spila golf með liði skólans í Sun Belt deildinni.
„Ég er mjög ánægður með að fara til Troy,“ segir Fannar Ingi. „Þeir eru með frábært nýtt og fullkomið golfæfingasvæði á skólalóðinni og heppileg stærð á skólasamfélaginu að mínu mati. Nálægðin við æfingasvæðið og veðrið gerir mér mögulegt að æfa vel og nálgast markmið mín í golfi. Svo er auðvitað öll mótareynslan sem ég á von á að fá.“
Fannar Ingi hefur spilað með unglingalandsliði Íslands, spilað fjölda móta á Íslandsbanka- og Eimskipsmótaröðinni auk fjölda móta erlendis. Fannar Ingi hefur þrívegis orðið íslandsmeistari í unglingaflokkum og erlendis á hann einnig ágætan árangur, en þar stendur uppúr sigur á Junior Honda Classic á Florida snemma á árinu.
Fannar stefnir á að vinna áfram með þjálfarteymi sínu hér heim og Andrés Jón Davíðsson verður áfram aðalþjálfari hanns í samvinnu við Matthew Aaron Terry sem er þjálfari og liðsstjóri karlaliðs Troy.