Þrír íslenskir kylfingar Arnór Snær Guðmundsson frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis og Henning Darri Þórðarson úr Golfklúbbnum Keili keppa á keppa á Opna ítalska áhugamannamótinu 16 ára og yngri.
Henning Darri Þórðarson úr Golfklúbbnum Keili lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða +4. Arnór Snær Guðmundsson frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík 78 eða + 5 og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis lék á 83 höggum +10
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er völlurinn Biella Betulle skógi vaxinn en hann er par 73 og 6.500 metrar að lengd staðsettur skammt norður af Tórínóborg í átt að landamærum Sviss.
Hér má sjá skor á örðum hring keppenda sem uppfært er á meðan leikið er.