Golfsamband Íslands

Evrópumót piltalandsliða 2022 – staða og úrslit

Bjarni Þór Lúðvíksson, Jóhann Frank Halldórsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Heiðar Snær Bjarnason, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson. Mynd/seth@golf.is

Það er mikið um að vera í hjá íslenskum landsliðskylfingum í þessari viku. Evrópumót landsliða í ýmsum aldursflokkum, alls sex mót, fara fram á fimm mismunandi keppnisstöðum – og þar á meðal á Urriðavelli á Íslandi þar sem að EM stúlkna fer fram 5.-9. júlí.

Alls eru 528 keppendur á EM mótunum, þar sem að 29 þjóðir senda alls 88 lið til keppni.

Evrópumeistarar verða krýndir á fjórum keppnisstöðum um næstu helgi, EM stúlkna, EM drengja, EM kvenna og EM karla. Að auki er keppt á tveimur stöðum í 2. deild karla – og 2. deild pilta.

Piltalandslið Íslands tekur þátt á EM í 2. deild sem fram fer á Pravets vellinum í Búlgaríu. Alls eru 7 þjóðir sem taka þátt og komast þrjú efstu liðin upp í efstu deild á EM piltalandsliða 2022.

Smelltu hér fyrir leikmannalista, stöðu og úrslit.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja í hverri umferð.

Í holukeppninni eru leiknar tvær umferðir á dag. Í fyrri umferðinni eru leiknir tveir fjórmenningsleikir (Foursome) þar sem tveir leikmenn leika gegn tveimur öðrum leikmönnum og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi eru leiknir fimm tvímenningsleikir, þar sem einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.

2. keppnisdagur

Íslenska piltalandsliðið bætti stöðu sína talsvert á 2. keppnisdegi í höggleiknum og lyftu sér úr neðsta sætinu í það 5. Það dugði ekki til að leika í A-riðli um laust sæti í efstu deild að ári, en þar keppa Belgía, Slóvakía, Eistland og Pólland. Ísland situr yfir í fyrstu umferð í keppni um sæti 5-7, og mætir sigurliðinu úr viðureign Tyrklands og Ungverjalands.

Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 18. sæti í höggleiknum á 152 höggum (80-72) +8 samtals.
Guðjón Frans Halldórsson endaði í 20. sæti í höggleiknum á 153 höggum (77-76) +9 samtals.
Bjarni Þór Lúðvíksson endaði í 21 sæti í höggleiknum á 154 höggum (77-77) +10 samtals.
Heiðar Snær Bjarnason endaði í 29 sæti í höggleiknum á 161 höggum (84-77) +17 samtals.
Skúli Gunnar Ágústsson endaði í 31 sæti í höggleiknum á 162 höggum (85-77) +18 samtals.
Jóhann Frank Halldórsson endaði í 36. sæti í höggleiknum á 165 höggum (82-83) +21 samtals.

1. keppnisdagur

Íslenska liðið er í neðsta sæti eftir fyrri keppnisdaginn í höggleiknum.

Bjarni Þór Lúðvíksson lék á 77 höggum eða +5 og er jafn 18. sæti.

Guðjón Frans Halldórsson lék á 77 höggum eða +5 og er jafn í 18. sæti.

Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á 80 höggum eða +8 og er í 27. sæti.

Jóhann Frank Halldórsson lék á 82 höggum eða +10 og er í 33. sæti.

Heiðar Snær Bjarnason lék á 84 höggum eða +12 og er í 37. sæti.

Skúli Gunnar Ágústsson lék á 85 höggum eða +13 og er í 39. sæti.

Íslenska piltalandsliðið er þannig skipað:

Bjarni Þór Lúðvíksson, Jóhann Frank Halldórsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Heiðar Snær Bjarnason, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson.
Mynd/seth@golf.is

<strong>Heiðar Snær Bjarnason Myndsethgolfis <strong>
Guðjón Frans Halldórsson Myndsethgolfis
<strong>Gunnlaugur Árni Sveinsson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Jóhann Frank Halldórsson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Bjarni Þór Lúðvíksson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Skúli Gunnar Ágústsson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Bjarni Þór Lúðvíksson Jóhann Frank Halldórsson Skúli Gunnar Ágústsson Heiðar Snær Bjarnason Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson Myndsethgolfis <strong>
Exit mobile version