/

Deildu:

Auglýsing

Það er mikið um að vera í hjá íslenskum landsliðskylfingum í þessari viku. Evrópumót landsliða í ýmsum aldursflokkum, alls sex mót, fara fram á fimm mismunandi keppnisstöðum – og þar á meðal á Urriðavelli á Íslandi þar sem að EM stúlkna fer fram 5.-9. Júlí. 

Alls eru 528 keppendur á EM mótunum, þar sem að 29 þjóðir senda alls 88 lið til keppni. 

Evrópumeistarar verða  krýndir á fjórum keppnisstöðum um næstu helgi, EM stúlkna, EM drengja, EM kvenna og EM karla. Að auki er keppt á tveimur stöðum í 2. deild karla – og 2. deild pilta. 

Smelltu hér fyrir leikmannalista, rástíma, stöðu og úrslit á EM kvenna:

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem að fimm lægstu skorin hjá hverju liði telja. Liðunum er raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum, átta efstu liðin leika í holukeppni í A-riðli um Evrópumeistartitilinn og önnur lið leika um sætin þar fyrir neðan. Í B-riðli er leikið um sæti 9.-16 og í C-riðli um sætin þar fyrir neðan. 

Í holukeppninni eru leiknar tvær umferðir á dag. Í fyrri umferðinni eru leiknir tveir fjórmenningsleikir (Foursome)  þar sem tveir leikmenn leika gegn tveimur öðrum leikmönnum og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi eru leiknir fimm tvímenningsleikir, þar sem einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.

Til þess að ná Evrópumeistaratitli þurfa liðin að enda í einu af átta efstu sætunum í höggleiknum og vinna síðan alla þrjá leikina í riðlakeppninni. 

Evrópumót kvennalandsliða fer fram á Conwy vellinum í Wales. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á þessum velli en 20 þjóðir senda lið til keppni á EM að þessu sinni.

Svíar og Englendingar hafa verið sigursælustu þjóðirnar á EM kvenna undanfarin sex ár. Svíar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir að hafa sigrað England í úrslitum á Royal County Down vellinum í fyrra. Þetta var þriðji sigur Svía í röð en England hóf þriggja ára sigurgöngu sína á EM þegar mótið fór fram á Urriðavelli á Íslandi árið 2016.  

3. keppnisdagur.

Ísland mætti liði Hollands í 1. umferð holukeppninnar í B-riðli en Holland endaði í 9. sæti eftir höggleikinn og lék því gegn liðinu sem endaði í 16. sæti.

Hulda Clara Gestsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir töpuðu í fjórmenningsleiknum fyrir hádegi, 3/1. Andrea Bergsdóttir sigraði 4/3 í tvímenningsleiknum sínum. Saga Traustadóttir tapaði 3/2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir tapaði 4/1 og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir tapaði 3/2. Lokatölur 4-1 fyrir Holland.

Í næstu umferð leikur Ísland gegn liði Tékklands sem tapaði í dag Frökkum. Ísland á enn möguleika á að ná 13. sætinu – en til þess þarf liðið að sigra í báðum viðureignum sínum sem eru framundan.

2. keppnisdagur.

Íslenska liðið endaði í 15. sæti af alls 20 liðum og leikir því um sæti 9-16.

England, Danmörk, Þýskaland, Skotland, Svíþjóð, Ítalía, Spánn og Wales keppa um Evrópumeistaratitlinn í A-riðli og sæti nr. 1-8.

Austurríki, Holland, Frakkland, Sviss, Írland, Tékkland, Ísland og Finnland leika um sæti nr. 9-16. Holland og Ísland mætast í 1. umferð holukeppninnar í B-riðli.

Andrea Bergsdóttir lék samtals á 156 höggum eða +10 (81-75) og endaði í jöfn 43. sæti í einstaklingskeppninni.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék samtals á 156 höggum eða +10 (74-82) og endaði jöfn í 43. sæti í einstaklingskeppninni.

Saga Traustadóttir lék samtals á 158 höggum eða +12 (76-82) og endaði jöfn í 62. sæti í einstaklingskeppninni.

Hulda Clara Gestsdóttir lék samtals á 160 höggum eða +14 (78-82) og endaði jöfn í 76. sæti í einstaklingskeppninni.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék samtals á 161 höggi eða +14 (85-76) og endaði jöfn í 86. sæti í einstaklingskeppninni.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir lék samtals á 162 höggum eða +16 (81-81) og endaði jöfn í 88. sæti í einstaklingskeppninni.

x

x

x

1. keppnisdagur.

Íslenska liðið er í 16. sæti af alls 20 liðum eftir 1. keppnisdaginn á +25 höggum yfir pari samtals. Þýskaland, England og Svíþjóð eru efst og jöfn á +7 samtals. Það eru 9 högg í 8. sætið og sæti í A-riðli hjá íslenska liðinu.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, nýliðinn í kvennalandsliðinu, lék best í dag af íslenska liðinu eða á 74 höggum +1 en Perla Sól er aðeins 15 ára og verður 16 ára í haust. Hún gæti verið á meðal keppenda á Evrópumóti stúlknalandsliða sem fram fer á Urriðavelli þessa dagana.

Saga Traustadóttir lék á 76 höggum eða +3 og er hún í 30. sæti eftir fyrri höggleiksdaginn.

Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er í 62. sæti á +5 eða 78 höggum.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Andrea Bergsdóttir, eru báðar í 98. sæti, á +8 samtals eða 81 höggi.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, lék á +12 eða 85 höggum, en skor hennar taldi ekki í þessari umferð – en Heiðrún er í 109. sæti.

x

x

<strong>Efri röð frá vinstri Árný Árnadóttir sjúkraþjálfari Saga Traustadóttir Heiðrún Anna Hlynsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Heiðar Davíð Bragason liðsstjóri Neðri röð frá vinstri Hulda Clara Gestsdóttir Andrea Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir MyndEGA <strong>
Heiðar Davíð Bragason liðsstjóri Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Saga Traustadóttir Hulda Clara Gestsdóttir Heiðrún Anna Hlynsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur Myndsethgolfis

Íslenska kvennalandsliðið er þannig skipað:  Heiðar Davíð Bragason liðsstjóri, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Saga Traustadóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur.  Mynd/seth@golf.is

<strong>Perla Sól Sigurbrandsdóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Hulda Clara Gestsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Saga Traustadóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Heiðrún Anna Hlynsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Heiðar Davíð Bragason Myndsethgolfis <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ