Golfsamband Íslands

Evrópumót landsliða í liðakeppni í kvennaflokki 50 ára og eldri fer fram í Slóveníu

Evrópumót landsliða í liðakeppni í kvennaflokki 50 ára og eldri fer fram á Slóveníu dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fer fram á Golf Arboretum í Slóveníu.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leikin er höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin telja í höggleiknum í hverri umferð.

Alls eru 19 þjóðir sem taka þátt. Átta efstu liðin í höggleiknum leika í A-riðli í holukeppninni sem tekur við eftir höggleikinn.

Í A-riðli er keppt um Evrópumeistartitilinn og átta efstu sætin. Liðin í sætum 9.-16. eftir höggleikinn leika í B-riðli og liðin í sætum 17.-19. leika í C-riðli.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, skor og úrslit.

Ísland endaði í 16. sæti eftir höggleikinn og leikur í B-riðli um sæti 9.-16.

Í fyrstu umferð mætti Ísland liði Ítalíu sem endaði í 9. sæti í höggleiknum. Ítalía sigraði 4,5 – 0,5.

Ísland mætti Hollandi í 2. umferð og fór sá leikur 4-1 fyrir Holland.

Í lokaumferðinni tapaði Ísland 3-2 fyrir Tékkum og endaði Ísland í 16. sæti.

Landslið kvenna er þannig skipað, og úrslit úr höggleiknum:

Kristín Sigurbergsdóttir 97 – 92
Anna Snædís Sigmarsdóttir 90 – 88
María Málfríður Guðnadóttir 96 – 91
Ragnheiður Sigurðardóttir 92 – 85
Steinunn Sæmundsdóttir 95 – 89
Þórdís Geirsdóttir 90-84

Frá vinstri: Petrún Björg Jónsdóttir liðsstjóri, Kristín Sigurbergsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Steinunn Sæmundsdóttir og María Málfríður Guðnadóttir.
Exit mobile version