Evrópumót kvenna, karla, stúlkna – og pilta hefjast þriðjudaginn 8. júlí. Ísland er með lið í öllum fjórum mótunum.
Evrópumót pilta fer fram í Ungverjalandi og leikur piltaliðið í 2. deild. Níu sveitir mætast á Zala Springs Golf Resort vellinum í Ungverjalandi.
Fyrirkomulag mótsins er tveggja daga höggleikur og þriggja daga holukeppni. Leikinn er 36 holu höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Fimm af sex bestu skorunum telja í höggleiknum og því mikilvægt fyrir alla að skila inn góðri frammistöðu. Síðustu 3 daga mótsins er útsláttarkeppni. Efstu lið mótsins fara upp í efstu deild, sem er að sjálfsögðu markmið okkar manna.

Evrópumót pilta 8.-12. júlí í Ungverjalandi
Smelltu hér fyrir stöðuna hjá piltunum:
Sveit Íslands skipa:
Arnar Daði Svavarsson, GKG
Guðjón Frans Halldórsson, GKG
Gunnar Þór Heimisson, GKG
Hjalti Kristján Hjaltason, GM
Markús Marelsson, GK
Óliver Elí Björnsson, GK
Þjálfari: Andri Þór Björnsson
Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson

Zala Springs Resort völlurinn er hannaður af hinum virta golfvallahönnuði Robert Trent Jones Jr. Völlurinn, sem er par 72 og spannar 6.351 metra, fellur fallega inn í umhverfið þar sem vínakrar og vötn umlykja svæðið.
Við munum fylgjast með gengi okkar kylfinga á öllum helstu miðlum GSÍ, fylgist með.