/

Deildu:

Frá vinstri: Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari, Ragnhildur Kristinsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Árnórsdóttir og Ragnar Ólafsson liðsstjóri.
Auglýsing

Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður sett með formlegum hætti í kvöld, mánudaginn 4. júlí,  kl. 19.00 á Urriðavelli hjá Gokfklúbbnum Oddi. Alls eru 20 þjóðir með lið í þessari keppni og margir af sterkustu áhugakylfingum Evrópu í kvennaflokki. Keppni hefst þriðjudaginn 5. júlí.

Heimasíða mótsins:

Skor frá keppninni: 

Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan.

EM lið Íslands verður þannig skipað en þrír kylfingar koma úr GR og þrír kylfingar úr GK.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara
Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið
Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara
Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfara
Þjálfari: Úlfar Jónsson
Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson

Úrslit síðustu ára á EM kvenna:

2015 Helsingør, Danmörk.
Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 19. sæti.

2014 Ljubljana, Slóvenía.
Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 16. sæti.

2013 Fulford, England.
Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti.

2011 Murhof, Austurríki.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

2010 La Manga Club, Spánn.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 17. sæti.

2009 Bled, Slóvenía.
Evrópumeistarar Þýskaland – Ísland 16. sæti.

2008 Stenungsund, Svíþjóð.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt.

2007 Castelconturbia, Ítalía.
Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt.

2005 Karlstad, Svíþjóð.
Evrópumeistarar Spánn – Ísland 15. sæti.

2003 Frankfurter, Þýskaland.
Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt.

2001 Golf de Meis, Spánn.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

1999 St Germain, Frakkland.
Evrópumeistarar England – Ísland tók ekki þátt

1997 Nordcenter G&CC, Finnland.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt.

1995 Milano, Ítalía.
Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti.

1993 Royal Hague, Holland.
Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ