Frá vinstri: Dagur, Helga Signý, Pamela Ósk, Eva, Berglind, Sara, Fjóla Margrét og Ása Dagný.
Auglýsing

Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fer fram víðsvegar um Evrópu næstu daga.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir er leikin holukeppni.

Í höggleikskeppninni telja fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en alls eru sex leikmenn í hverju liði. Átta efstu þjóðirnar eftir höggleikinn keppa um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli.

Þær þjóðir sem enda í sætum 9-16 keppa í B-riðli og aðrar þjóðir sem eru fyrir neðan 16. sætið keppa í C-riðli.

Í holukeppninni eru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni leika tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi eru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.

Stúlknalið Íslands keppir á Golf Club d’Hossegor í Frakklandi dagana 11.-15. júlí.
Dagur Ebenezersson er þjálfari og Ása Dagný Gunnarsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins.

Eftirtaldir leikmenn skipa stúlknalandslið Íslands:

  • Berglind Erla Baldursdóttir, GM
  • Eva Kristinsdóttir, GM
  • Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
  • Helga Signý Pálsdóttir, GR
  • Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
  • Sara Kristinsdóttir, GM

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt á EM stúlknalandsliða. Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Pólland Skotland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. 

4. keppnisdagur:

Ísland mætti Póllandi á fjórða keppnisdegi og þar hafði Ísland betur í hörkuleik 3-2.

Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.

3. keppnisdagur:

Ísland mætti liði Þýskalands í 1. umferð B-riðils. Þar hafði Þýskaland betur í öllum leikjunum og sigraði því 5-0. Á föstudaginn mætir Ísland liði Slóvakíu í 2. umferð.

2. keppnisdagur:

Ísland endaði í 16. sæti í höggleiknum á +83 samtals. Spánverjar léku best allra á -9 samtals.

1. keppnisdagur:

Ísland er í 16. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn. Liðið lék samtals á 47 höggum yfir pari og er 12 höggum á eftir Skotlandi sem er í 15. sæti. Spánn er í efsta sæti á -1 samtals, Holland í öðru sæti á pari samtals og Frakkar í því þriðja á +2 samtals.

Helga Signý Pálsdóttir lék á 77 höggum (+6 ) = 63. sæti.
Pamela Ósk Hjaltadóttir lék á 77 höggum (+6) = 63 sæti.
Sara Kristinsdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Berglind Baldursdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Eva Kristinsdóttir lék á 86 höggum (+15) = 93. sæti.
————————————————–
Fjóla Margrét Viðarsdóttir lék á 92 höggum (+21) = 95. sæti

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ