Auglýsing

Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fór fram víðsvegar um Evrópu í síðustu viku. Piltalandslið Íslands keppti á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí.

Þar léku 12 þjóðir í næst efstu deild og kepptu þar um þrjá laus sæti á EM á næsta ári.

Ísland lék til úrslita um sigurinn gegn Austurríki en sá leikur tapaðist 6-1 en þrátt fyrir tap þá tryggði Ísland sér sæti í efstu deild að ári.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir var leikin holukeppni.

Í höggleikskeppninni töldu fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en sex leikmenn voru í hverju liði. Fjórar efstu þjóðirnar kepptu til undanúrslita um þrjú efstu sætin og þar með sæti í efstu deild að ári.

Í holukeppninni voru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni léku tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið lék einum bolta. Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður lék gegn öðrum leikmanni.

Lokastaðan:

1. Austurríki
2. Ísland
3. Wales
4. Skotland
5. Pólland
6. Eistland
7. Lúxemborg
8. Portúgal
9. Ungverjaland
10. Tyrkland
11. Grikkland
12. Lettland

Þjálfarar voru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Baldur Gunnbjörnsson var sjúkraþjálfari.

Eftirtaldir leikmenn skipa piltalið Íslands: 

  • Guðjón Frans Halldórsson, GKG
  • Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
  • Hjalti Jóhannsson, GK
  • Markús Marelsson, GK
  • Skúli Gunnar Ágústsson, GA
  • Veigar Heiðarsson, GA

Nánari upplýsingar um piltamótið má nálgast hér:

4. keppnisdagur:

Ísland og Austurríki leika til úrslita um sigurinn. Fyrir leikinn voru bæði lið örugg með sæti í efstu deild. Austurríki hafði betur 6-1 í úrslitaleiknum. Úrslitin má sjá hér á myndinni fyrir neðan.


Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit í leiknum gegn Austurríki.

3. keppnisdagur:

Ísland lék til undanúrslita gegn Skotlandi og sigurliðið gat tryggt sér sæti í efstu deild. Íslensku leikmennirnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skota 4-3.

Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.

2. keppnisdagur:

Íslenska liðið endaði í þriðja sæti í höggleiknum á +7 samtals eða 727 höggum (358-369). Austurríki varð efst á 704 höggum eða -16 og Skotar í því þriðja á -6 samtals. Ísland leikur gegn Skotum í undanúrslitum en þrjú efstu liðin úr þessari deild komast upp í efstu deild á næsta ári. Austurríki og Wales mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sigurliðin í undanúrslitum tryggja sér sæti í efstu deild – og sigurliðið í leiknum um þriðja sætið tryggir sér einnig keppnisrétt í efstu deild.

Veigar Heiðarsson lék á 69 höggum í dag eða -3. Hann lék á -4 í heildina (71-69) og var með 6. besta skorið í höggleiknum.

Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á -1 í dag og samtals á -4 (69-71). Hann var með 6. besta skorið í höggleiknum.

Markús Marelsson lék á +3 í dag og samtals á +2 (71-75). Hann endaði í 18. sæti í höggleiknum.

Skúli Gunnar Ágústsson lék á +5 í dag og samtals á +3 (70-77). Hann varð í 26. sæti í höggleiknum.

Guðjón Frans Halldórsson lék á +9 í dag og samtals á +14 (77-81). Hann varð í 44. sæti í höggleiknum.

Hjalti Jóhannsson lék á +5 í dag og +15 samtals (82-77). Hann varð í 49. sæti í höggleiknum.

1. keppnisdagur:

Íslenska piltaliðið er í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á -2 samtals. Austurríki er á langbesta skorinu í efsta sæti á -22 og Skotar koma þar á eftir.

Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á 69 höggum (-3) þar sem hann fékk sjö fugla (-1). Hann tapaði fjórum höggum með skramba (+) og tveimur skollum (+1). Gunnlaugur Árni er í 7. sæti.

Skúli Gunnar Ágústsson lék á 70 höggum eða -2. Skúli Gunnar fékk fimm fugla (-5) og þrjá skolla (+2). Skúli er í 10. sæti.

Veigar Heiðarsson lék á 71 höggi (-1). Veigar fékk fimm fugla (-1) og hann fékk fjóra skolla (+1). Veigar er í 14. sæti.

Markús Marelsson lék á 71 högg (-1). Hann fékk fimm fugla (-1) og fjóra skolla (+1). Markús er í 14. sæti.

Guðjón Frans Halldórsson lék á 77 höggum eða +5. Hann er í 44. sæti. Guðjón Frans fékk einn fugl (-1), fjóra skolla (+1) og einn skramba (+2).

Hjalti Jóhannsson lék á 82 höggum eða +10. Hann er í 57. sæti og skor hans taldi ekki á þessum hring.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ