Auglýsing

Fyrr í dag tryggði Perla Sól Sigurbrandsdóttir sér Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri á European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Perla Sól var afar ánægð með niðurstöðuna eins og kemur fram í viðtali sem Grétar Eiríksson liðsstjóri íslenska hópsins tók eftir verðlaunaafhendinguna í Finnlandi í kvöld.

„Tilfinningin var mjög góð og þetta var mjög sætur sigur. Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil. Ég endaði í 7. sæti í fyrra. Ég var stressuð á 18. flötinni, ég mátti tvípútta, en tryggði ekki púttið og setti mig í áskorun (tester) en ég setti það í og það dugði til,“ sagði Perla Sól við Grétar Eiríksson liðsstjóra eftir sigurinn í dag.

Perla tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt til að tryggja sigurinn – en hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna.

Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur á mótinu voru 0 eða lægri forgjöf. Lægsta forgjöfin var -5 og 30 keppendur voru með -3 eða lægra í forgjöf á þessu móti.

Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins.

Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á 2 höggum undir pari Linna vallarins þar sem að mótið fór fram. Hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Þrír keppendur voru jafnir á -1 samtals.

Nánar á golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ