GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslenskir golfvellir hafa notið aukinna vinsælda á meðal erlendra ferðamanna á síðustu árum. Allt stefnir í að golfsumarið 2025 verði það stærsta frá upphafi.

Samtökin Golf Iceland hafa alla tíð lagt ríka áherslu á að fá sem besta tölfræði yfir spil erlendra kylfinga á völlum innan samtakanna.

Nokkrir klúbbar hafa haldið utan um þessa tölfræði til fjölda ára og þannig byggt upp samanburðarhæfan talnagrunn. Aðrir klúbbar innan samtakanna hafa haldið utan um tölfræðina í styttri tíma og eru smám saman að mynda samanburðarhæfar tölur.

Í lok júlí bárust fyrstu tölur frá klúbbunum fyrir golfsumarið 2025.

Fjöldi erlendra kylfinga er sá mesti sem mælst hefur á þessum tíma frá upphafi, en aukningin er um 25% á milli ára.

Það er gaman að sjá þessa aukningu í golfhringjum ferðamanna á landinu. Þróunin styrkir rekstrargrundvöll golfvalla, eykur sýnileika íþróttarinnar og skapar tækifæri til að kynna íslenskt golf sem ferðamannavöru á heimsvísu. Ljóst er að golf á Íslandi stendur á sterkum grunni og á bjarta framtíð fyrir sér.

Hægt er að lesa um starf Golf Iceland hér

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ