Golffatamerkið Manors Golf heimsótti Ísland fyrr í sumar og setti saman glæsilegt myndband sem fangar einstaka stemningu og fjölbreytileika íslenskra golfvalla. Myndbandið sýnir frá nokkrum af helstu völlum landsins og ber titilinn „The Most Underrated Golf Destination in the World | A Change of Course: Iceland“. Þar er farið yfir íslenska golfmenningu og rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast golfi á Íslandi.
Í lýsingu myndbandsins á YouTube-rás Manors segir að Ísland sé vel þekkt fyrir eldfjöll, jökla og fossa, en golf? Kannski síður. Samt sé hér að finna einhverja dramatískustu, mest krefjandi og jafnframt fallegustu golfvelli í heimi.
Þetta samstarfsverkefni Manors og Icelandair hefur vakið mikla athygli, og er flott kynning á golfíþróttinni hér á landi.
Hægt er að sjá myndbandið hér: