/

Deildu:

Lárus Garðar Long.
Auglýsing
– Kristófer Tjörvi, Mickelson og McIlroy eru í draumaráshóp Eyjapeyjans Lárusar Garðars Long – viðtal úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015

Eyjamaðurinn Lárus Garðar Long er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum kylfingum sem hafa vakið athygli á undanförnum misserum. Lárus Garðar kynntist golfíþróttinni í gegnum golfnámskeið þegar hann var níu ára gamall og draumur hans er að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum og leika golf samhliða því.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
Það er skemmtilegt og ég kynntist golfinu þegar ég fór á golfnámskeið níu ára. Hef verið kylfingur frá þeim tíma.

Hvað er skemmtilegast við golfið?
Félagsskapurinn og þegar gengur vel.

Framtíðardraumarnir í golfinu?
Að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum, einnig að verða atvinnumaður.

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
Pútt, vipp og pitch-högg.

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
Sláttinn og hugarfarið.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
Þegar ég spilaði á 71 höggi á Eimskipsmótaröðinni í Eyjum.

Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
Þegar ég missti settið mitt í tjörnina á 16. holu í Eyjum.

Draumaráshópurinn?
Kristófer Tjörvi, Phil Mickelson og Rory McIlroy.

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
Hamarsvöllur í Borgarnesi vegna þess að það er skógarvöllur og maður þarf að vera nokkuð beinn. Svo er heimavöllurinn alltaf skemmtilegur.

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
Sextánda hola á Hamarsvelli í Borganesi af því að það er stutt par 3 hola með vatn í kringum, fimmtánda holan í Grindavík vegna þess að það er „hundslöpp“ í 90 gráður og þá er alltaf þægilegt pitch-högg eftir, og önnur hola á Jaðarsvelli á Akureyri sem er skemmtileg par 5 hola.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
Handbolta.

Í hvaða skóla og bekk ertu?
FÍV á fyrsta ári.

Staðreyndir:
Nafn: Lárus Garðar Long.
Aldur: 15 ára.
Forgjöf: 6.1.
Uppáhaldsmatur: Humar.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og boost.
Uppáhaldskylfa: Fleygjárnin.
Ég hlusta á: Allskonar tónlist.
Besta skor í golfi: 71 á hvítum teigum í Eyjum.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory McIlroy.
Besta vefsíðan: golf.is
Besta blaðið: Eina blaðið sem ég les er Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að standa ekki undir væntingum mínum.

[quote_box_center]Dræver: Titleist 915 D2.
Brautartré: Titleist 915.
Blendingur: Titleist 913.
Járn: Callaway Apex pro.
Fleygjárn: Callaway Mack daddy 2 tour grind.
Pútter: Odissey White Ice 7.
Hanski: Taylor Made.
Skór: Adidas.
Golfpoki: Callaway.
Kerra:Clic Gear 3.0.[/quote_box_center]

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ