Site icon Golfsamband Íslands

Ein skærasta NBA stjarna heims sló í gegn á Hvaleyrarvelli – sjáðu myndbandið

Stephen Curry er af mörgum talinn vera besti körfuboltamaður veraldar nú um stundir. Bandaríkjamaðurinn var í heimsókn hér á Íslandi nýverið og lék hann m.a. golf á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.

Hann er lykilmaður í NBA liðinu Golden State Warriors og einn sá allra hittnasti í langskotunum sem sögur fara af.

Curry er ekki aðeins góður í körfubolta, hann er afar liðtækur kylfingur og lék um þriggja ára skeið með golfliðinu í framhaldsskólanum Charlotte Christian í Karólínufylki.

Exit mobile version