Vikar Jónasson og Karen Guðnadóttir.
Auglýsing

Vikar Jónasson úr Keili og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Þetta er annað árið sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn á þessu móti og er þetta í fyrsta sinn sem þau sigra á þessu móti. Þetta er annar sigur Vikars á Eimskipsmótaröðinni á þessari leiktíð en hann hafði betur gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á 1. holu í bráðabana á Hvaleyrarvelli í dag en þeir voru báðir á -4 samtals eftir 54 holur. Karen var að sigra á sínu fyrsta móti á þessu tímabili.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Vikar Jónasson, GK (68-72-69) 209 högg (-4)
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-68-70) 209 högg (-4)
3. Axel Bóasson, GK (68-69-73) 210 högg (-3)
4. Gísli Sveinbergsson, GK (70-73-72) 215 högg (+2)
5. Rúnar Arnórsson, GK (72-70-73) 215 högg (+2)
6. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-70-74) 215 högg (+2)
7. Henning Darri Þórðarson, GK (72-69-74) 215 högg (+2)
8. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-66-75) 215 högg (+2)
9. -10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-75-71) 216 högg (3)
9.- 10. Hákon Örn Magnússon, GR (68-71-77) 216 högg (+3)

Lokastaðan í kvennaflokki:
1. Karen Guðnadóttir, GS (74-76-74) 224 högg (+11)
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-76-75) 226 högg (+13)
3.- 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (78-71-83) 232 högg (+19)
3.- 4. Kinga Korpak, GS (73-71-88) 232 högg (+19)
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-78 -77) 233 högg (+20)

Skor keppenda er uppfært hér: 2. dagur:

Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistari í golfi, er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu sem er næst síðasta mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Axel er samtals á 5 höggum undir pari vallar og er hann með eitt högg í forskot á Björn Óskar Guðjónsson úr GM og Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GR.

1. Axel Bóasson, GK (68-69) 137 högg (-5)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-65) 160 högg (-4)
3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-65) 149 högg (-4)
4. Hákon Örn Magnússon, GR (68-70) 138 (-4)
5. Vikar Jónasson, GK (68-72) 140 högg (-2)
6. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-71) 152 högg (-1)
7. Daníel Ísak Steinarsson, GK (69-72) 141 högg (-1)
8. Theodór Emil Karlsson, GM (74-67) 164 högg par
9. Rúnar Arnórsson, GK (72-69) 153 högg par
10. Henning Darri Þórðarson GK (72 -69) 153 högg par

Axel Bóasson Myndsethgolfis

Hin 13 ára gamla Kinga Korpak frá Golfklúbbi Suðurnesja heldur sínu striki á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni þar sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn. Kinga er á 2 höggum yfir pari eftir 36 holur og er með fimm högga forskot á Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili.

1. Kinga Korpak, GS (73-71) 157 högg +2
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (78-71) 162 högg +7
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-78 164 högg +9
4. Karen Guðnadóttir, GS (74-77) 165 högg +10
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR (80-73) 166 högg +11
5.-6. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (78-75) 153 högg +11

Kinga Korpak GS Myndsethgolfis

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir á þremur höggum undir pari vallar eftir fyrsta hringinn í karlaflokki. Þar á meðal nýkrýndur Íslandsmeistari Axel Bóasson úr Keili. Þrír kylfingar úr Keili eru á -3 en Hákon Örn Magnússon úr GR deilir efsta sætinu með Vikari Jónassyni, Helga Snæ Björgvinssyni og Axel.

Alls léku 12 kylfingar undir pari Hvaleyrarvallar í dag og 14 kylfingar í karlaflokki eru á pari eða betra skori. Aðeins 36 keppendur eru með keppnisrétt á þessu móti á Eimskipsmótaröðinni og 18 í kvennaflokki.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 1. hringinn:

1.-4. Hákon Örn Magnússon, GR 68 högg (-3)
1.-4. Vikar Jónasson, GK 68 högg (-3)
1.-4. Axel Bóasson, GK 68 högg (-3)
1.-4. Helgi Snær Björgvinsson, GK 68 (-3)
5.-6.Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 69 högg (-2)
5.-6. Daníel Ísak Steinarsson, GK 69 högg (-2)
7.-12. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR 70 högg (-1)
7.-12. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 70 högg (-1)
7.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1)
7.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 högg (-1)
7.-12. Birgir Björn Magnússon, GK 70 högg (-1)
7.-12. Kristján Þór Einarsson, GM 70 högg (-1)
13. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 71 högg (par)
14. Aron Snær Júlíusson, GKG 71 högg (par)

Í kvennaflokki er hin 14 ára gamla Kinga Korpak úr Golflúbbi Suðurnesja með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn. Karen Guðnadóttir, félagi hennar úr GS, er í öðru sæti og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK er þriðja. Þar á eftir koma þrír kylfingar kafnir á 7 höggum yfir pari.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki eftir 1. hringinn.

1. Kinga Korpak, GS 73 högg (+2)
2. Karen Guðnadóttir, GS 74 högg (+3)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 75 högg (+4)
4.-6. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 78 högg (+7)
4.-6. Eva Karen Björnsdóttir, GR 78 högg (+7)
4.-6. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 78 högg (+7)

Kinga Korpak

Íslandsmeistarinn í golfi karla 2017, heimamaðurinn Axel Bóasson, er á meðal keppenda. Hann er einnig stigameistari síðasta tímabils á Eimskipsmótaröðinni. Margir af bestu kylfingum landsins eru á meðal keppenda ásamt eldri og reyndari kylfingum – og margföldum Íslandsmeisturum. Keilismaðurinn Björgvin Sigurbergsson er á meðal keppenda, ásamt mörgum þeirra sem kepptum um sigurinn á Íslandsmótinu í golfi 2017.

Signý Arnórsdóttir úr GK og Axel Bóasson úr GK sigruðu í fyrra þegar mótið fór fram í fyrsta sinn á þeirra heimavelli. Signý er ekki með í titilvörninni.

Aðeins stigahæstu kylfingarnir á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017 öðlast keppnisrétt á síðustu mótum ársins en stigalistann má nálgast hér:

Rástímar eru hér fyrir neðan:

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ