Valdís Þóra Jónsdóttir / mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi afar vel undan vetri. Það ríkir því mikil tilhlökkun hjá keppendum fyrir þriðja mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. EgilsGullmótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru 19.-21. maí. Tímabilið 2016-2017 er fyrsta tímabilið í sögu Eimskipsmótaraðarinnar þar sem keppni á nýju tímabili hófst að hausti til.

Skráning í Egils-Gull mótið stendur yfir og hafa margir þekktir kylfingar skráð sig til leiks. Þar má nefna að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er skráð til leiks. Valdís Þóra er tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi og er ein þriggja íslenskra kvenna sem hafa komist inn á sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu, LET.

Valdís Þóra hefur náð góðum árangri á undanförnum mánuðum á LET Evrópumótaröðinni og LET Access mótaröðinni – og verður spennandi að fylgjast með henni á Hólmsvelli í Leiru.

Veðurspáin fyrir næstu helgi er ljómandi góð samkvæmt yr.no.

Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.


Eins og áður segir stendur skráning í Egils-Gullmótið enn yfir.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 þriðjudaginn 15. maí. Greiða verður þátttökugjaldið með greiðslukorti við skráningu.

Fyrsta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð bestu kylfinga landsins, er jafnframt þriðja mótið á keppnistímabilinu 2016-2017. Tvö fyrstu mót tímabilsins fóru fram s.l. haust í Nýherjamótið í Vestmanneyjum og HondaClassic á Akranesi.

Alls eru átta mót á hverju tímabili á Eimskipsmótaröðinni. Það eru sex mót eftir á þessu tímabili en tvö mót í september á þessu ári marka upphafið á nýju tímabili 2017-2018.

Axel Bóasson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR stóðu uppi sem stigameistarar á síðasta tímbili á Eimskipsmótaröðinni. Þetta var annað árið í röð sem Axel er stigameistari en hann fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli haustið 2016. Ragnhildur varð stigameistari í fyrsta sinn í fyrra.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ