Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Karen, Þórdís, Berglind og Þorsteinn Ragnarsson formaður mótanefndar GHR.
Auglýsing
IMG_9297
Þórdís Geirsdóttir GK slær hér af teig á 15 braut á Strandarvelli í dag Myndsethgolfis

„Já það er ekki annað hægt en að segja að þessi sigur hafi komið mér á óvart. Það þarf eflaust að leita vel í gögnum á Árbæjarsafninu eftir síðasta sigri mínum á mótaröð þeirra bestu,“ sagði Þórdís Geirsdóttir úr Keili eftir sigur hennar á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni á Strandarvelli á Hellu í dag.

Aðstæður voru prýðilegar á Hellu í dag, sól af og til, hiti um 10 gráður en töluverður vindur var um miðjan dag.

Þórdís og Karen Guðnadóttir úr GS háðu mikla baráttu um sigurinn í ágætu veðri á Strandarvelli. Karen náði um tíma tveggja högga forskoti á Þórdísi en það snérist við á 11. og 12. holu. Þórdís jafnaði við Karen og þær voru jafnar eftir 54 holur. Úrslitin réðust í bráðabana þar sem 10. hola Strandarvallar var leikinn. Þar gerði Þórdís engin mistök og fékk fugl og það dugði til sigur.

Þórdís lék á 18 höggum yfir pari vallar (76-74-78) en skor keppenda má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Karen var efst fyrir lokahringinn og hafði þá tveggja högga forskot á Ingunni Einarsdóttur, GKG, Þórdísi Geirsdóttur, GK, og Berglindi Björnsdóttur, GR. Berglind endaði í þriðja sæti  á 22 höggum yfir pari.

Screen Shot 2016-05-22 at 6.04.18 PM

Ingunn Einarsdóttir, GKG.
Ingunn Einarsdóttir GKG
Karen Guðnadóttir, GS.
Karen Guðnadóttir GS
jodisboasdottirIMG_9117
Jódís Bóasdóttir GK
helgakristingunnlaugsdottir.IMG_9121
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK
evakaren13.teigIMG_9128
Eva Karen Björnsdóttir GR
evakaren13IMG_9130
Eva Karen Björnsdóttir GR
olofmariaeinarsdottirIMG_9141
Ólöf María Einarsdóttir GM
olofmariaeinarsdottirIMG_9143
Ólöf María Einarsdóttir GM
ragnhildurkristinsdottirIMG_9144
Ragnhildur Kristinsdóttir GR
berglindbjornsdottirIMG_9148
Berglind Björnsdóttir GR
berglindbjornsdottirIMG_9151
Berglind Björnsdóttir GR
Útsýnið yfir Vestmannaeyjar er glæsilegt frá Strandarvelli.
Útsýnið yfir Vestmannaeyjar er glæsilegt frá Strandarvelli
Séð yfir 12. flöt á Strandarvelli.
Séð yfir 12 flöt á Strandarvelli
Séð yfir 13. teig á Strandarvelli.
Séð yfir 13 teig á Strandarvelli

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ