/

Deildu:

Frá vinstri; Sigurður Arnar, Flosi, Kjartan og Elísabet.
Auglýsing

Fjórir kylfingar frá Íslandi tóku þátt á US Kids European Championship sem fram fór í Skotlandi. Íslenski hópurinn var þannig skipaður; Sigurður Arnar Garðarsson GKG, Flosi Valgeir Jakobsson GKG, Kjartan Óskar Guðmundsson NK og Elísabet Ágústsdóttir GKG.

Sigurður Arnar endaði í fjórða sæti í 14 ára flokknum og lék hann 54 holur á 7 höggum yfir pari vallar. Kjartan Óskar lék á 16 höggum yfir pari en hann endaði í 11. sæti í 14. ára flokknum.

Flosi Valgeir lék á 23 höggum yfir pari og endaði hann í 19. sæti í flokki 13 ára. Elísabet lék í flokki 15-18 ára og lék hún á +39 samtals og endaði í 7. sæti.

Sigðurður Arnar átti magnað högg á lokaholunni í liðakeppninni gegn frönskum mótherjum sem tryggði liðinu sem Íslendingarnir tilheyrðu í þessu móti bráðabana gegn úrvalsliði Evrópu. Íslendingarnir voru í Alþjóðlega liðinu sem lék gegn úrvalsliði Evrópu. Sigurður Arnar og Kjartan léku saman á lokahringnum þar sem snéru leiknum sér í hag á fjórum síðustu holunum.

Sigurður Arnar sló 220 metra högg með 3-trénu á lokaholunni og setti hann boltann um einn meter frá holu. GKG-ingurinn setti síðan púttið fyrir erni ofaní og það tryggði Alþjóðlega liðinu bráðabana um sigurinn í liðakeppninni. Það mátti heyra saumnál detta þrátt fyrir að rúmlega 100 manns hafi horft á lokapúttið hjá Sigurði – og Alþjóðlega liðið tryggði sér sigur í bráðabananum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ