/

Deildu:

Auglýsing

Skemmtilegasta golfmót ársins verður haldið á laugardaginn 9. sept klukkan 09:00.

Mótið er aðeins eitt högg á par þrjú holu nr. 2 á Nesinu. Mercedes Benz EQB rafmagnsbíll að verðmæti 7.990.000 kr. fær sá að eiga sem fer holu í höggi. Sá sem fer næstur holu hlýtur gjafakort frá Icelandair og svo verða ýmis verðlaun frá Öskju og Verði fyrir þá sem koma næst þar á eftir.

Einherjaklúbburinn og Nesklúbburinn ásamt styrktaraðilum sem eru Askja, Icelandair, Vörður og Lottó halda mótið núna fimmta árið í röð, en fyrsta mótið var 2019.

Eingöngu þeir sem fóru holu í höggi frá 1. sept 2022 til 31. 2023 hafa rétt til þátttöku. 163 einstaklingar náðu Draumahögginu á tímabilinu. Í þessum hópi eru m.a. tveir einstaklingar sem fóru í fimmta skipti holu í höggi á ferlinum, þrír einstaklingar sem eru yfir áttrætt og tíu unglingar undir 18 ára aldri. 

Eins og sést á tölunum þá geta allir farið holu í höggi. Meirihluti golfara nær þó aldrei á ferlinum að setja beint í holu. 

Við hvetjum alla til að koma og horfa á þetta skemmtilega mót þar sem sjaldan er eins mikið undir í einu höggi eða næstum 8 milljónir króna. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ