Arnarholtsvöllur, Dalvík. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Á síðasta fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. febrúar síðastliðinn var fjallað um erindi Golfklúbbsins Hamars vegna framtíðar golfvallarmála í Dalvíkurbyggð.

Í fundargerðinni kemur fram að nú í byrjun ársins 2016 hafi komið út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.

Skýrsluna má nálgast hér eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan:

Screenshot (30)

Félagsfundur hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík fór fram sl. þriðjudagskvöld 23. febrúar. Þar var ályktað að GHD færi þess á leit við Dalvíkurbyggð að hugmynd um nýjan völl í Brekkuseli yrði skoðuð frekar í samráði við aðra hagsmunaaðila sem nú þegar nýta svæðið eða hafa áhuga á því.

 

 

 

Frá Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is
Frá Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ