Auglýsing
Í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf

Nú er hægt að byrja í golfi í Endurmenntun. Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja.

Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Grunnhreyfingar í golfsveiflunni.
  • Öll meginhögg í golfi.
  • Siði og grunnreglur í golfleiknum.
  • Venjur og hugarfar við golfiðkun.

Ávinningur þinn:

  • Kynnast golfleiknum á auðveldan og skemmtilegan hátt.
  • Læra og æfa grunnhreyfingar í golfi við þægilegar aðstæður.
  • Kynnast margverðlaunuðu kennslukerfi- og búnaði SNAG.
  • Öðlast skilning á helstu siðum, venjum og grunnreglum golfsins.

Fyrir hverja?:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra grunnhreyfingar og kynnast siðum og venjum í golfi við þægilegar aðstæður og fyrir þá sem vilja kynna sér sérstaklega SNAG kerfið. Eftir námskeiðið eru þátttakendur betur undirbúnir undir áframhaldandi golfkennslu hjá golfkennurum og t.d. til að taka þátt í skemmtigolfmótum.

Kennari(ar):

Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Magnús hefur kennt þúsundum íslendinga golf í einstaklingskennslu og í golfskólum á Íslandi og á Spáni um árabil. Magnús vinnur nú að fjölgun kylfinga með SNAG í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar og fræðslumiðstöð um golf hissa.is.

Aðrar upplýsingar:

Kennt er í húsnæði Endurmenntunar og á æfingasvæði innanhúss.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ