Site icon Golfsamband Íslands

Breytingar á reglugerðum GSÍ 2023

GSÍ

Hér fyrir neðan eru nýjar reglugerðir sem stjórn GSÍ samþykkti þann 20. mars 2023. Stærsta breytingin er að fyrirkomulagi Íslandsmótsins í holukeppni verður umbylt. Aldursflokkum í Íslandsmóti og stigamótum í unglingaflokki er breytt en allar reglugerðir GSÍ má finna á golf.is/reglugerdir.

Hér helstu breytingar sem samþykktar voru.

1. Almenn atriði

1.1 Íslandsmót í holukeppni

Fyrirkomulagi mótsins er umbylt. Í stað riðlakeppni og útsláttarkeppni 32 keppenda af hvoru kyni munu nú a.m.k. 42 keppendur af hvoru kyni geta tekið þátt í 36 holu undankeppni í höggleik. Að henni lokinni fara 16 efstu keppendurnir í hreina útsláttarkeppni í holukeppni.

1.2 Íslandsmót og stigamót í unglingaflokkum

Aldursflokkum er breytt þannig að flokkar 17-19 ára og 19-21 árs eru sameinaðir í flokk 17-21 árs.

1.3 Íslandsmót golfklúbba

Í öllum reglugerðum um Íslandsmót golfklúbba hefur ákvæðum um birtingu liðsskipanar verið breytt. Reglur eru óbreyttar um skil liðsstjóra á liðsskipan, t.d. að skila þarf liðsskipan fyrir 1. umferð fyrir lok liðsstjórafundar daginn áður. Á hinn bóginn mun mótsstjórn ekki birta liðsskipanina fyrr en 2 klst. fyrir fyrsta rástíma viðkomandi umferðar. Það þýðir að fram að þeim tíma geta liðsstjórar breytt liðsskipaninni, t.d. ef leikmaður forfallast nóttina fyrir 1. umferð.

1.4 Staðarreglur og keppnisskilmálar

Auk breytinga á reglugerðum samþykkti stjórn GSÍ tillögur dómaranefndar GSÍ varðandi eftirfarandi mótaskjöl:

  1. Almennar staðarreglur um hegðun 2023
  2. Almennar staðarreglur um leikhraða 2023
  3. Almennir keppnisskilmálar og staðarreglur 2023
  4. Staðarregla um kylfubera á unglingamótaröðinni 2023

2. Einstakar breytingar
2.1 Reglugerð um Íslandsmót í golfi karla og kvenna

a. Skerpt á viðmiðunartíma forgjafar leikmanna. Engar efnislegar breytingar. Sjá 7. grein.

2.2 Reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum 14 ára og yngri

a. Skerpt á viðmiðunartíma forgjafar leikmanna. Engar efnislegar breytingar. Sjá 7. grein.

2.3 Reglugerð um Íslandsmót í unglingaflokkum 15 ára og eldri

  1. Aldursflokkar 17-19 ára og 19-21 árs sameinaðir í flokk 17-21 árs. Hámarksforgjöf sett sú sama og var áður í 19-21 árs flokkunum. Sjá 7. grein.
  2. Skerpt á viðmiðunartíma forgjafar leikmanna. Engar efnislegar breytingar. Sjá 7. grein.
  3. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

2.4 Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni karla og kvenna

  1. Þátttökuréttur breytist þannig að 42 keppendur eru í hvorum flokki (7. grein)
  2. Leikfyrirkomulagi breytt. Fyrst er leikinn 36 holu höggleikur. Að honum loknum er leikin holukeppniþar sem 16 efstu keppendur úr höggleiknum leika í útsláttarkeppni (9. grein).
  3. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

2.5 Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni í unglingaflokkum

  1. Aldursflokkar 17-19 ára og 19-21 árs sameinaðir í flokk 17-21 árs. Sjá 7. grein.
  2. Skerpt á viðmiðunartíma forgjafar leikmanna. Engar efnislegar breytingar. Sjá 7. grein.
  3. Hámarksforgjöf sett í öllum flokkum. Áður var mótsstjórn heimilt á ákvarða hámarksforgjöf. Sjá 7.grein.
  4. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

2.6 Reglugerð um stigamót

a. Jafnmörg stig eru nú veitt vegna Íslandsmótsins í holukeppni eins og vegna Íslandsmótsins í golfi.

2.7 Reglugerð um stigamót unglinga

a. Jafnmörg stig eru nú veitt vegna Íslandsmótsins í holukeppni eins og vegna Íslandsmótsins í golfi.

2.8 Reglugerð um Íslandsmót golfklúbba

  1. Nýr viðauki II útskýrir leikröð þegar sex sveitir eða færri mæta til leiks, sbr. 11. grein.
  2. Viðbót við 13. grein um að mótsstjórn skuli ekki birta ráslista með nöfnum leikmanna fyrr en 2 klst.fyrir fyrsta rástíma umferðarinnar.

2.9 Reglugerð um Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum 15 ára og eldri

  1. Fyrri reglugerð um Íslandsmót unglinga í unglingaflokkum hefur verið skipt upp í tvær reglugerðir, annars vegar vegna 14 ára og yngri og hins vegar vegna 15 ára og eldri.
  2. Aldursflokkar 17-19 ára og 19-21 árs hafa verið sameinaðir í flokk 17-21 árs.
  3. Nýr viðauki III útskýrir leikröð þegar sex sveitir eða færri mæta til leiks, sbr. 11. grein.
  4. Viðbót við 12. grein um að mótsstjórn skuli ekki birta ráslista með nöfnum leikmanna fyrr en 2 klst.fyrir fyrsta rástíma umferðarinnar.

2.10 Reglugerð um Íslandsmót golfklúbba í flokkum eldri kylfinga

  1. Orðalag um aldursviðmið samræmt öðrum reglugerðum. Sjá 8. grein.
  2. Nýr viðauki II útskýrir leikröð þegar sex sveitir eða færri mæta til leiks, sbr. 11. grein.
  3. Viðbót við 13. grein um að mótsstjórn skuli ekki birta ráslista með nöfnum leikmanna fyrr en 2 klst.fyrir fyrsta rástíma umferðarinnar.
Exit mobile version